Halastjörnur á himni

   Ţessa dagana eru á himni tvćr halastjörnur sem eru nógu bjartar til ađ sjást međ berum augum. Önnur ţeirra verđur reyndar ekki sýnileg frá Íslandi á dimmum himni fyrr en í desember. Ţađ er halastjarnan ISON, sem mikiđ hefur veriđ fjallađ um í fréttum. Hún er nú á hrađferđ til sólar og kemst nćst sólu 28. nóvember. Ţá verđur hún vćntanlega björtust, en hversu björt veit enginn, ţví ađ halastjörnur eru ólíkindatól og menn skyldu ekki gera sér of miklar vćntingar. Halinn er ţegar langur og gćti orđiđ áberandi á himni. Braut ISON liggur svo nćrri sól ađ fjarlćgđ hennar frá yfirborđi sólar verđur minna en sólarţvermál.  Í međfylgjandi töflu geta menn séđ hve hátt ISON verđur á himni í Reykjavík og í hvađa átt ađ morgni og kveldi. Einnig er sýnt hvenćr hún kemur upp og sest. Nafniđ ISON er skammstöfun á nafninu International Scientific Optical Network sem er samstarfshópur margra stjörnustöđva međ miđstöđ í Rússlandi. Formlegt heiti halastjörnunnar er C/2012  S1 ţar sem C táknar halastjörnu sem ekki hefur sést áđur, en tölur og stafir ţar fyrir aftan segja til um ţađ hvenćr halastjarnan fannst, eftir sérstöku kerfi.

   Myndir og ađrar upplýsingar um ISON er ađ finna á vefsíđu tímaritsins Sky&Telescope.
Ein ţessara mynda er hér fyrir neđan. Hún er samsett úr 10 myndum sem teknar voru í mínútu hver gegnum stjörnusjónauka hinn 22. nóvember s.l., en ekkert sást ţá međ berum augum. Ljósmyndari var Michael Jäger í Austurríki.   Hin halastjarnan ber nafniđ Lovejoy eftir finnandanum, Ástralíumanninum Terry Lovejoy, en formlegt nafn hennar er C/2013 R1. Ţessi halastjarna er sem stendur mjög norđarlega á himinhvelfingunni og sést alla nóttina frá Íslandi. Ţegar ţetta er ritađ er hún í stjörnumerkinu Veiđihundunum, ekki langt frá Karlsvagninum, undir boganum sem stjörnur vagnsins mynda. Hún hreyfist til vesturs og er komin í merki Hjarđmanns seint í nóvember. Ţađan gengur hún í Norđurkórónuna snemma í desember og í Herkúlesarmerki um miđjan desember. Ţótt hún verđi ekki sérlega björt ćtti hún ađ vera auđfundin í handsjónauka. Í međfylgjandi töflu er sýnt í hvađa hćđ og átt hún verđur á mismunandi tímum fram til áramóta.  

   Á vefsíđu Sky&Telescope er ţessi mynd af halastjörnunni Lovejoy, tekin gegnum stjörnusjónauka 7. nóvember s.l. Myndina tók Rolando Ligustri á Ítalíu.

   

    Viđbót 3.12. 2013
   
Nýjustu fréttir benda til ţess ađ halastjarnan ISON hafi ekki ţolađ nálćgđina viđ sól. Eftir ađ hún birtist aftur eftir sólnánd var hún dauf og hefur haldiđ áfram ađ dofna. Hún mun ţví  vćntanlega ekki sjást nema í öflugum sjónaukum. Hins vegar er halastjarnan Lovejoy vel sýnileg í handsjónauka sem ţokukenndur blettur, talsvert minni en tungliđ. Hún gćti sést međ berum augum viđ góđ skilyrđi. Halinn er smám saman ađ verđa greinilegri.


Ţ.S. 25. 11. 2013. Viđbót 3.12. 2013
  

  Almanak Háskólans