Leiđréttingar  

1. Í apríl 2018 var tilkynnt ađ nafni Afríkuríkisins Svasilands hefđi veriđ breytt í Esvatíni (eSwatini).
2. Tímakortiđ á bls. 78 í almanaki 2019 er ţví miđur rangt í allflestum eintökum. Kort víxluđust í prentsmiđju. Rétta kortiđ er hér.
3. Hinn 5. maí 2018 var klukkunni í Norđur-Kóreu flýtt um hálftíma til samrćmis viđ klukkuna í Suđur-Kóreu. Er hún nú 9 stundum á undan íslenskum tíma. Ţegar ţetta fréttist var búiđ ađ prenta almanak ársins 2019 svo ađ ekki var unnt ađ leiđrétta kortiđ á bls. 78 eđa tímatöluna viđ borgina Pjongjang á bls. 94.
4. Fjöldi nýrra tungla, sem öll eru mjög smá, hefur fundist viđ Júpíter. Heildarfjöldi Júpíterstungla er nú kominn í 79.
5. Alţjóđanefnd um mál og vog ákvađ í nóvember 2018 ađ ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019.  Almanakiđ fyrir 2019 var ţá komiđ út og ţví ekki unnt ađ taka tillit til ţessarar breytingar í kaflanum um mćlieiningar. Nánari upplýsingar er ađ finna hér.
6. Á bls. 2 segir ađ Svartidauđi hafi gengiđ á Íslandi frá 1402 til 1404 og frá 1404-1495. Í síđara tímaskeiđinu er prentvilla. Ţar átti ađ standa 1494-1495.
7. Klukkunni í Marokkó hefur veriđ breytt. Var áđur á sama tíma og Ísland og hafđi sumartíma, en er nú á flýttri klukku allt áriđ (+1 í aftasta dálki á bls. 93).  

Síđasta viđbót 4. mars 2019.

Almanak Háskólans